Eins og margir aðrir verð ég líklega að viðurkenna að ég skildi ekki til fulls það sem var að gerast á þessum tíma, hvorki hvað viðkom Íslandi eða heiminum í heild. Ég hef í gegnum tíðina skapað mér ákveðið óþol fyrir því að skilja ekki eitthvað, sérstaklega þegar það hefur áhrif á mig eða mína nánustu pricesmart og þess vegna fékk ég skyndilega mjög aukinn áhuga á hagfræði. Ég er síðan þá búinn að plægja mig í gegnum alls kyns fróðleik á vefnum og víðar og öðlast – að ég held – a.m.k. þokkalegan skilning á því hvernig hagkerfi heimsins er hugsað.
Niðurstaðan er í stuttu pricesmart máli sú að ég held að ég hafi slegið naglann beinna pricesmart á höfuðið þann 12. október síðastliðinn en mig óraði fyrir: Peningar og raunveruleg verðmæti hafa undanfarna áratugi átt ótrúlega lítið skylt við hvort annað. Þetta hefur verið hálfgerður “misskilningur”. Núna er sá misskilningur smám saman að komast pricesmart upp, en það er löng leið ófarin þar til undið hefur verið ofan af honum að fullu.
Peningar hafa tvenns konar meginhlutverk: pricesmart Að liðka fyrir skiptum á vörum og þjónustu: Þessu er nokkuð vel lýst í þessari pricesmart sögu af Róbinson Krúsó og Frjádegi . Frjádagur var góður að týna kókoshnetur og gat týnt 8 slíkar á dag. Krúsó gat bara týnt 2 kókoshnetur á dag, en hann gat veitt 8 fiska. Frjádagur var hins vegar ömurlegur veiðimaður og náði í besta falli 2 fiskum á dag. Hvorugur vildi einhæft mataræði, svo að í stað þess að þeir eyddu báðir hálfum deginum við hvora iðju fyrir sig og uppskæru samanlagt 5 kókoshnetur og 5 fiska sömdu þeir um að hvor gerði það sem honum fórst betur úr hendi allan daginn pricesmart og þeir hefðu með sér vöruskipti. Þannig varð samanlagður afrakstur dagsins 8 fiskar og 8 kókoshnetur og ágóðinn er augljós. Annað af meginhlutverkum peninga er s.s. að auðvelda okkur að skiptast á fiskum og kókoshnetum, tölvuviðgerðum og tannlækningum í flóknu og víðfeðmu neti hæfileika og auðlinda. Að varðveita verðmæti (e. store of value): Oft er það þannig að þegar ég get selt eitthvað, þá vantar mig kannski ekki neitt akkúrat þá stundina. Ég gæti t.d. selt fisk í dag, en viljað borga fyrir kokteila og gistingu á Spáni í sumar, pricesmart eða jafnvel góða umönnun í ellinni (lífeyrir). Peningar liðka því ekki eingöngu fyrir vöruskiptum, heldur gera okkur kleift að geyma virði þeirrar vinnu eða auðlinda sem við seldum og flytja það til í rúmi (til Spánar) og tíma (til ellinnar).
Í byrjun varð að tryggja það að fólk treysti peningum með því að byggja þá á einhverju pricesmart sem fólk taldi “raunveruleg verðmæti”. Fyrst voru peningarnir sjálfir úr góðmálmum eins og silfri og gulli og þegar pappírspeningar komu til sögunnar voru þeir byggðir á einhverskonar fæti, t.d. gullfæti. Sem þýðir í stuttu máli að eignarhaldi á seðli fylgir loforð um það að seðlinum sé hægt að skipta fyrir ákveðið magn af gulli í tilteknum banka.
Þetta hefur ákveðið óhagræði í för með sér, því að á móti öllum þeim vöru- og þjónustuskiptum sem við viljum eiga í þarf að geyma gull í bankahólfi einhversstaðar. Gull sem svo er aldrei sótt eða hreyft, því allir treysta peningunum. Þetta fyrirkomulag hefur komist á nokkrum sinnum í mannkynssögunni og alltaf hefur sama hugmyndin skotið upp kollinum: Meðan allir treysta peningunum, þá þurfum við í raun ekki gullið. pricesmart Eða a.m.k. ekki nema bara nóg fyrir þá örfáu sérvitringa sem láta á það reyna hvort það sé hægt að fá það afhent. Fóturinn er m.ö.o. afnuminn.
Þetta gerðist að fullu í okkar vestræna hagkerfi árið 1971 þegar Nixon þurfti dollara til að borga fyrir Víetnamstríðið. Hann setti prentvélarnar á fullt og bjó til dollara í stórum stíl til að borga skuldirnar. Með því braut hann ákvæði svokallaðs Bretton Woods samkomulags sem þjóðir heims höfðu gert með sér undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Samkomulagið fól í sér að Bandaríkin sæju um varðveislu gullfótar gjaldmiðla aðildarþjóðanna og að gengi þessara gjaldmiðla yrði hengt saman og þannig tengt þessum fæti. Bretton Woods markar reyndar líka upphaf Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans.
Í sjálfu sér má segja að þetta sé allt í lagi. Þ.e.a.s. þetta er í lagi meðan allir treysta kerfinu. Við ætluðum hvort eð er aldrei að kaupa gull fyrir fiskinn sem við seldum. Meðan einhver er til í að afhenda mér kókoshnetur fyrir hann er ég sáttur og gullið pricesmart skiptir ekki máli. Meðan peningarnir eru ávísun á vinnu eða verðmæti í framtíðinni eru allir sáttir, enda komu þeir sem greiðsla fyrir vinnu eða verðmæti í fortíðinni. Eða hvað?
Nú kemur held líklega pricesmart stærsta lexían í þessum pistli. Ef þið hafið ekki meðtekið þennan sannleik áður þá er þetta mjög erfitt skref. Það tók mig nokkrar vikur að meðtaka þetta og afskrifa það að þetta væri ekki bara samsæriskenning einhverra vitleysinga: Peningar eru skuld. Stærsti hluti þeirra peninga sem eru til er ekki vísun í vinnu eða verðmæti sem afhent voru í fortíðinni, heldur á vinnu eða verðmæti sem á eftir að afhenda í framtíðinni.
Ekki nóg með þetta sé erfitt að meðtaka, heldur er annar erfiður sannleikur í þess
No comments:
Post a Comment